Innlent

Uppboð sýslumanns á húsbúnaði og veiðigræjum

Ýmis konar húsbúnaður og heimilistæki, antik orgel og veiðigræjur eru meðal þess varnings sem boðinn verður upp af Sýslumanninum í Reykjavík á morgun, laugardaginn 5. febrúar, í Vörumiðstöð Samskipa við Kjalarvog.

Meðal þess sem boðið verður upp eru húsgögn, svo sem rúm, sófar, stólar og borð, ýmis konar rekstrarvörur, rakatæki, grill, gámahús, antik orgel, RoboMop, kælikista, kælivél, rafsuðuvél , rafmagnskaplar og alls kyns verkfæri. Á uppboðinu verður einnig að finna ýmsar byggingavörur, þar á meðal nagla, þaksaumur og ýmis konar fittings. Einnig verða boðnar upp netarúllur, veiðivörur, verslunarhillur, leikföng og margt fleira.

Sem fyrr segir fer uppboðið fram í Vörumiðstöð Samskipa, Kjalarvogi 7-15, hlið 33, og hefst klukkan 12 á hádegi á laugardag. Greiða þarf varninginn við hamarshögg.

Hvorki ávísanir né kreditkort eru tekin gild sem greiðsla, einungis debetkort og peningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×