Innlent

Vilhjálmur ánægður með afsögn: Fagnar því að menn axli ábyrgð

Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson

„Þetta er bara skynsamleg ávörðun hjá Kristjáni og það ber að fagna því að menn axli ábyrgð," segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, en hann kallaði eftir því í fréttatíma Ríkisútvarpsins í hádeginu í dag að Kristján segði af sér sem formaður Starfsgreinasambandsins og úr stjórn Festu-lífeyrissjóði.

Stuttu eftir hádegi birtist svo yfirlýsing frá Kristjáni á vef Starfsgreinasambandsins þar sem hann tilkynnti að hann myndi segja af sér sem formaður sambandsins og að auki draga sig út úr stjórnarstörfum fyrir ASÍ sem og Festu-lífeyrissjóði.

„Þetta kallast að axla sína ábyrgð. Ég er mjög ánægður með þessa afstöðu," segir Vilhjálmur.

Ástæðan fyrir afsögn Kristjáns er umdeild stjórnarseta hans í stjórn Sparisjóðs Keflavíkur þar sem hann gengdi um tíma stjórnarformennsku. Stjórnin var harðlega gagnrýnd í svartri skýrslu Fjármálaeftirlitins, sem unnin var í september árið 2008. Stjórn sjóðsins er gagnrýnd fyrir að hafa ekki sinnt eftirlitshlutverki sínu, og fyrir að bregðast ekki við ört versnandi stöðu sparisjóðsins.

Kristján hefur ekki sagt af sér sem formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrenni, hann sagði í yfirlýsingunni að hann myndi ræða við félagsmennina um stöðu sína innan félagsins.


Tengdar fréttir

Segir af sér sem formaður Starfsgreinasambandsins

Kristján Gunnarsson hefur sagt af sér sem formaður Starfsgreinasambands Íslands og dregið sig út úr stjórnarstörfum fyrir ASÍ og Festu-lífeyrissjóði. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann birti á heimasíðu Starfsgreinasambandsins í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×