Innlent

Nítján ára sveik út flatskjá og uppþvottavél

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness.

Nítján ára gamall piltur var dæmdur í tveggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir fjársvik í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Pilturinn játaði skýlaust að hafa svikið út flatskjá og uppþvottavél í Elko í ágúst á síðasta ári.

Pilturinn framvísaði stolnu greiðslukorti og lét skuldfæra andvirðið, um 220 þúsund krónur, í heimildarleysi á kortið.

Pilturinn hefur nokkrum sinnum komist í kast við lögin vegna þjófnaðarbrota. Dómurinn nú hefur ítrekunaráhrif á fyrri dóm sem hann hlaut og því er refsingin óskilorðsbundin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×