Sport

Skálað á píanóbar nokkrum dögum fyrir Ofurskálina

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ben Roethlisberger leikstjórnandi Pittsburgh Steelers í NFL deildinni fer óvenjulegar leiðir í að undirbúa lið sitt fyrir leikinn um Ofurskálina (Super Bowl) sem fram fer um helgina. Í vikunni bauð kappinn félögum sínum úr sóknarlínu Steelers út að borða og í framhaldinu var haldið á píanóbar. Slúðursíðan TMZ hefur birt myndband þar sem Roethlisberger sést syngja með slagaranum Piano Man eftir Billy Joel.

Roethlisberger leiddi lið sitt til sigurs í Ofurskálinni árið 2006 og 2009. Hann segir það fastan lið að hann bjóði félögum sínum í sóknarlínunni út að borða á stað að eigin vali þriðjudaginn fyrir úrslitaleikinn. Í kjölfarið hafi leikmennirnir viljað hlusta á tónlist og því haldið á píanóbarinn. Þeir hafi þó virt reglur liðsins og verið komnir í hús fyrir klukkan eitt eftir miðnætti.

Steelers mæta liði Green Bay Packers í leiknum um Ofurskálina á sunnudagskvöld kl 23. Leikurinn verður í beinni útsendingu á ESPN America, rás 43 á Stöð 2 Fjölvarpi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×