Innlent

Vonar að mál Jóels leiði til þess að staðgöngumæðrun verði leyfð

Einar Þór Færseth, faðir Jóels Færseth, sem fæddist á Indlandi með hjálp staðgöngumóður, segir að fjölskyldan sé himinlifandi með að vera komin heim til Íslands. Jóel kom í heiminn í desember og var honum veittur íslenskur ríkisborgararéttur fyrir áramót. Málið flæktist þó í kerfinu og var fjölskyldan föst á Indlandi þar til fyrir tveimur dögum að þau flugu til Frankfurt í Þýskalandi eftir að Jóel hafði fengið útgefið vegabréf. Fjölskyldan kom svo heim til Íslands síðdegis í gær.

Einar Þór segist vonast til þess að mál Jóels leiði til þess að staðgöngumæðrun verði leyfð á Íslandi. Nánar verður rætt við Einar Þór í Ísland í dag í kvöld.


Tengdar fréttir

Jóel litli kominn heim

Jóel Færseth, sem fæddist á Indlandi með hjálp staðgöngumóður og hefur verið fastur þar í landi frá því fyrir jól er kominn heim til Íslands. Ríkisútvarpið greinir frá þessu og hefur eftir Helgu Sveinsdóttur móður drengsins að það sé ólýsanleg tilfinning að vera komin heim.

Jóel litli kominn með vegabréf

Íslensk stjórnvöld hafa gefið út vegabréf fyrir Jóel Færseth Einarsson, sem hefur verið fastur á Indlandi ásamt foreldrum sínum frá því fyrir jól. Viðbúið er að þau komist heim til Íslands á næstu dögum.

Jóel á leiðinni heim

Jóel Einarsson, litli drengurinn sem fæddist á Indlandi fyrir jól, er á leið heim til Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×