Innlent

Skrímslið til sýnis í Hafnarfirði

Markus Ruhl, einn stærsti vaxtarræktarmaður í heimi, er væntanlegur til landsins á morgun. Hann á að baki líflegan feril í vaxtarræktinni, hefur hlotið fjölda titla og var síðast Herra Ólympía árið 2009. Þetta er sami titill og Arnold Schwarzenegger landaði ótal sinnum á sínum tíma.

Markus er fæddur í Þýskalandi og verður 39 ára síðar í þessum mánuði. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er Markus um 130 kíló þegar hann er í keppnisformi en annars í kring um 150 kílóin. Hann er 178 sentimetrar á hæð.

Ummál upphandleggs Markusar er yfirleitt um 61 sentimetrana, ummál læris um 86 sentimetrar og þegar mælt er yfir brjóstkassan er málið heilir 152 sentimetrar.

Í meðfylgjandi myndbandi má smá brot úr myndinni Big and loving it sem kom út um Markus fyrir þremur árum.

Markus verður í versluninni Vaxtarvörur í Hafnarfirði á morgun og fá þeir tækifæri til að hitta hann sem hafa tryggt sér sérstakan passa frá versluninni. Í auglýsingu frá Vaxtarvörum um viðburðinn segir: „Komdu og sjáðu skrímslið með eigin augum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×