Innlent

Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins - óskað eftir tilnefningum

Verðlaunahafarnir frá því í fyrra.
Verðlaunahafarnir frá því í fyrra.

Fréttablaðið skorar á lesendur að senda inn tilnefningar til samfélagsverðlauna blaðsins 2011. Til greina koma allir sem hafa lagt sitt af mörkum til að bæta íslenskt samfélag, jafnt þekktir sem óþekktir einstaklingar eða félagasamtök sem hafa verið öðrum fyrirmynd með gjörðum sínum og athöfnum.

Verðlaunin eru veitt í fimm flokkum:

Hvunndagshetjan, sem hefur sýnt af sér einstaka óeigingirni eða hugrekki við einn atburð eða í lengri tíma.

Frá kynslóð til kynslóðar, þar sem til greina koma hvers kyns uppfræðarar sem skarað hafa fram úr - einstaklingar eða félagasamtök.

Til atlögu gegn fordómum nefnast verðlaun sem falla í skaut einstaklingi eða samtökum sem hafa unnið að því að eyða fordómum í samfélaginu.

Heiðursverðlaun fær einstaklingur sem hefur helgað líf sitt baráttu fyrir betra samfélagi.

Samfélagsverðlaunin vinna félagasamtök sem hafa unnið framúrskarandi mannúðar- eða náttúruverndarstarf. Í verðlaun fyrir þennan síðasta flokk er ein milljón króna.

Skilafrestur er til miðnættis þann 21. febrúar og tilnefningum skal skilað hér á Vísi með því að smella hér.

Ennig er hægt að skila inn tilnefningum á netfangið samfelagsverdlaun@frettabladid.is eða bréfleiðis merkt Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins. Verðlaunin verða veitt í apríl í fimmta sinn, en í þeim mánuði þetta árið fagnar Fréttablaðið tíu ára afmæli.- sh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×