Innlent

Fréttir af afsögn Árna Páls stórlega ýktar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra verður áfram í embætti.
Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra verður áfram í embætti.
„Fréttir af afsögn minni eru stórlega ýktar," sagði Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, í samtali við starfsmann sinn í ráðuneytinu þegar hann tilkynnti honum að frásagnir af afsögn væru komnar á kreik.

Árni Páll er staddur í Brussel og átti þar meðal annars fund með Olli Rehn, framkvæmdastjóra efnahagsmála hjá Evrópusambandinu, í gær. Árni Páll segir ekkert hæft í því að hann sé að fara að segja af sér. Þarna hafi augljóslega verið einhver grínisti á ferð. „Ég þarf greinilega að finna nýtt lykilorð fyrir heimasíðuna," sagði Árni Páll.

Ástæðan fyrir því að fréttir af afsögn Árna Páls komst á kreik er sú að tilkynningu um það var að finna á vefsíðu Árna Páls. Svo virðist vera sem einhver tölvuþrjótur hafi brotist inn á síðuna og sett tilkynninguna þangað inn.




Tengdar fréttir

Heimasíða Árna Páls hökkuð - Segir af sér vegna óánægju

„Ég hef ákveðið að segja af mér vegna vaxandi óánægju í minn garð frá almenningi.“ Svona hljóðar yfirlýsing sem birt er á vefsíðu Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, í dag. Engar fréttir hafa borist af því að til stæði að Árni Páll viki úr ríkisstjórn á næstunni og því verður að teljast víst að hann hafi ekki skrifað færsluna sjálfur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×