Evrópumeistarar Inter hafa orðið fyrir miklu áfalli því framherjinn Diego Milito verður frá næsta mánuðinn eftir að hann meiddist á læri.
Milito verður því ekki með Inter gegn FC Bayern í Meistaradeildinni og munar um minna enda var Milito algjör lykilmaður hjá Inter er það tryggði sér titilinn á síðasta ári.
Milito meiddist undir lok leiksins gegn Roma og til að bæta gráu ofan á svart getur nýi maðurinn hjá Inter, Giampaolo Pazzini, ekki spilað í Meistaradeildinni þar sem hann lék með Sampdoria í keppninni fyrr í vetur.