Innlent

Hefur mjög góð áhrif á lífsgæði

Kristinn Halldór Einarsson, formaður Blindrafélagsins, Þór Þórarinsson frá velferðarráðuneytinu og Huld Magnúsdóttir, forstjóri Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga.
Kristinn Halldór Einarsson, formaður Blindrafélagsins, Þór Þórarinsson frá velferðarráðuneytinu og Huld Magnúsdóttir, forstjóri Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga.

Blindrafélagið ætlar að hafa forgöngu um smíði á íslenskum talgervli sem stenst samanburð við það besta sem þekkist í erlendum málum.  Talgervill er hugbúnaður sem hægt er að keyra á vélbúnaði, svo sem tölvum, símum, hraðbönkum og mp3-spilurum. Tækið breytir texta á tölvutæku formi í upplestur. Gæði talgervla eru metin út frá því hversu góður upplesturinn er.

Blindrafélagið segir verkefnið munu hafa góð áhrif á lífsgæði þeirra mörg þúsund Íslendinga sem ekki geta lesið með hefðbundnum hætti, hvort sem er vegna blindu, sjónskerðingar, lesblindu eða annarrar fötlunar.

Áætlaður kostnaður við framleiðslu talgervilsins er um 80 milljónir króna. Áætlanir liggja fyrir um fjármögnun framleiðslukostnaðar og er stór hluti fjármögnunar tryggður. Lions á Íslandi styrkir verkefnið með sölu Rauðu fjaðrarinnar í apríl.

Stefnt er að því að kynna prufu­útgáfu talgervilsins á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember næstkomandi. Áætlað er að tækið verði tilbúið eftir ár. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×