Innlent

Bræðslumenn á Austurlandi í verkfall

Starfsmenn fiskimjölsverksmiðja fara að öllum líkindum í verkfall.
Starfsmenn fiskimjölsverksmiðja fara að öllum líkindum í verkfall.
Mikill meirihluti starfsmanna í báðum fiskimjölsverksmiðjunum í Vestmannaeyjum, í verksmiðjunum sex á Austurlandi og á Akranesi samþykkti tillögu um verkfallsboðun eftir viku. Enginn samningafundur hefur verið boðaður í deilunni.

Kosið var um tillöguna í gær og lauk talningu nú fyrir hádegi. Verkfallið verður ótímabundið, ef til kemur.   Þar með myndu loðnuveiðar nánast stöðvast, því aðeins verksmiðjan á Þórshöfn á Langanesi gæti tekið við afla, en þar er ekki boðað verkfall. Óvíst er hvort verksmiðjan í Helguvík í Reykjanesbæ yrði gangsett, því hún er í eigu Síldarvinnslunnar á Neskaupstað og yfirleitt hafa starfsmenn að austan keyrt hana þegar hægist  um í verksmiðjunum eystra, en nú eru þeir að fara í verkfall, ef ekki semst innan viku.

Fréttastofan hefur fyrir því heimildir að ýmsir útvegsmenn íhugi að sigla með aflann til löndunar í Færeyjum, komi til verkfalls, enda álíka langt þangað frá Suðurströndinni og til Þórshafnar á Langanesi. Þar með yrði virðisaukinn af vinnslunni eftir í Færeyjum, en ekki á Íslandi 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×