Innlent

Sonur Ólafs metinn sakhæfur

Ólafur Þórðarson varð fyrir miklum höfuðáverkum og liggur enn sofandi á spítala.
Ólafur Þórðarson varð fyrir miklum höfuðáverkum og liggur enn sofandi á spítala. Mynd/Vilhelm Gunnarsson

Þorvarður Davíð Ólafsson, sem réðst með hrottafengnum hætti á föður sinn, Ólaf Þórðarson, í nóvember, er sakhæfur. Þetta er niðurstaða geðrannsóknar sem hann hefur gengist undir, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Ákæra á hendur Þorvarði var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Honum er gefin að sök tilraun til manndráps, en til vara sérstaklega hættuleg líkamsárás.

Þorvarður hefur við yfirheyrslur hjá lögreglu gengist við því að hafa ráðist á föður sinn en hefur hins vegar ekki tekið afstöðu til ákærunnar. Farið er fram á þrjár milljónir í miskabætur til handa Ólafi og hefur Þorvarður fallist á þá kröfu.

Lögmaður Þorvarðar fór fram á það í gær að réttað yrði í málinu fyrir luktum dyrum. Sú krafa var ekki rökstudd en það verður gert á föstudag þegar tekist verður á um hana í héraðsdómi.

Þorvarður hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan árásin átti sér stað. Það var í gær framlengt til 7. mars.

Ólafur liggur enn á sjúkrahúsi og hefur ekki komist til meðvitundar. - sh






Tengdar fréttir

Krefjast lokaðra réttarhalda yfir Þorvarði

Lögmaður Þorvarðs Davíðs Ólafssonar fór fram á að réttarhöld yfir honum yrðu lokuð almenningi en málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þorvarður er ákærður fyrir tilraun til manndráps þegar hann réðst á föður sinn, tónlistarmanninn Ólaf Þórðarson, í nóvember á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×