Innlent

Bestu íslensku vefirnir - listinn

Skjáskot af vef Meninga.
Skjáskot af vef Meninga.
Meniga.is var valinn besti íslenski vefurinn á Íslensku vefverðlaunum sem Samtök vefiðnaðarins stóðu fyrir. Athöfnin var haldin í Tjarnarbíói síðastliðinn föstudag og voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi vefi í 11 flokkum.

Alls bárust yfir 100 tilnefningar til verðlaunanna að þessu sinni, en þetta er í tíunda skipti sem Íslensku vefverðlaunin eru haldin.



Í rökstuðningi dómnefndar fyrir vali á vef Meninga sem besta vefnum segir:

„Besti vefurinn að mati dómnefndar er ekki bara til fyrirmyndar þegar kemur að framsetningu og notendavænni miðlun upplýsinga, heldur líka þegar kemur að hugviti og annari fræðslu sem vefnum tengist. Fyrirtækið hefur fylgst vel með þróun vefja í sínum bransa og hefur nýtt sér góð fordæmi í uppbyggingu síðunnar. Það er mikið í húfi þar sem vefurinn er mikilvægt sölutól."

Vefur Datamarket fékk tvenn verðlaun á hátíðinni en hann var valinn athyglisverðasti vefurinn, svo og besti þjónustu- og upplýsingavefurinn.

Listinn yfir bestu íslensku vefina sem voru verðlaunaðir:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×