Erlent

Hörð átök í Líbíu

Frá mótmælum í borginni Tobruk.
Frá mótmælum í borginni Tobruk.
Hörð átök eru á milli uppreisnarmanna og hersveita hliðhollar Muammar Gaddafis, leiðtoga Líbíu, í borginni Zawiya, sem er um 50 kílómetrum vestur af höfuðborg landsins, Trípolí.

Uppreisnarmenn eru með borgina á sínu valdi og freistast herir Gaddafis til þess að endurheimta borgina. Þegar hafa hersveitir endurheimt borgina Ras Lanuf sem er norðan við Trípolí.

Fyrr í vikunni hrundu uppreisnarmenn árásum hersveita Gaddafis í olíuborginni Brega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×