Erlent

Tugir friðargæsluliða látnir

Mohamed Abdulahi Mohamed
Mohamed Abdulahi Mohamed
Meira en fimmtíu friðargæsluliðar hafa látið lítið í átökum í Sómalíu síðan stórsókn gegn íslamistum hófst fyrir hálfum mánuði. Friðargæsluliðarnir eru í Sómalíu á vegum Afríkubandalagsins. Flestir hinna látnu eru frá Búrúndí og Úganda.

Aldrei áður hefur friðargæslustarf á vegum Afríkubandalagsins kostað jafn mörg mannslíf.

Sóknin er talin hafa skilað þeim árangri að friðargæsluliðið er talið hafa náð á sitt vald stórum hluta höfuðborgarinnar Mogadishu. Landið hefur í reynd verið nánast stjórnlaust árum saman.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×