Erlent

Réttað yfir Berlusconi vegna misnotkunar á sjónvarpsstöð

Silvio Berlusconi djúpt hugsi.
Silvio Berlusconi djúpt hugsi.
Réttarhöldin yfir Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, halda áfram í dag. Í dag verður réttað yfir honum vegna meintrar misnotkunar á sjónvarpsstöð sem er í eigu Berlusconi en hann stendur nú í fjórum málaferlum.

Honum er meðal annars gefið að sök að hafa greitt ungri vændiskonu fyrir þjónustu. Berlusconi neitar öllum ásökunum í öllum málum.

Í dag verður hins vegar tekist á um hvort að Berlusconi og sonu hans, hafi greitt meira fyrir sýningarétt á sjónvarpsstöð sinni en uppgefið var í kaupsamningum og síðan stungið undan skatti þeirri upphæð sem ekki var gefin upp.

Berlusconi sagði nýlega að hann hafi tekið þátt í fleiri réttarhöldum en nokkur annar í mannkynssögunni, enda hefur hann verið sakborningur í rúmum fimmtíu málaferlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×