Innlent

Gæslan leitaði hvítabjarna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mikill þrýstingur hefur verið á Gæsluna að fara í hvítabjarnaflug eftir að hvítabjörninn var felldur í byrjun maí.
Mikill þrýstingur hefur verið á Gæsluna að fara í hvítabjarnaflug eftir að hvítabjörninn var felldur í byrjun maí.
Þyrla Landhelgisgæslunnar leitaði ísbjarna á friðlandinu á Hornströndum eftir hádegi í dag. Segir Landhelgisgæslan að mikill almennur þrýstingur hafi verið um að farið yrði í slíkt flug, eftir að hvítabjörn var felldur í Rekavík 2. maí síðastliðinn.

Með þyrlunni fór einnig Jón Björnsson, landvörður á Hornströndum og starfsmaður Umhverfisstofnunar. Firðir og fjörur voru kannaðar frá Aðalvík að Furufirði. Landhelgisgæslan segir að hvorki hvítabirni né spor hafi verið að finna en gömul för sáust í snjóskafli skammt frá þeim stað sem björninn var felldur fyrir 9 dögum síðan. Förin voru orðin vel veðruð niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×