Innlent

Palli át hattinn sinn

Páll Óskar Hjálmtýsson var einn þeirra sérfræðinga sem höfðu slegið því föstu að Íslendingar kæmust ekki upp úr forkeppninni í Eurovision í gærkvöldi. Þegar annað kom á daginn lofaði Palli að hann skyldi éta hatt sinn og við það stóð hann í útvarpsþættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun þegar hann mætti með glæsilegan brauðtertuhatt sem hann át í beinni útsendingu.

Páll Óskar sagði að þetta hafi kennt sér mikilvæga lexíu, að keppnin sé aldrei búin fyrr en stigin hafi veið talin.

„Ég skal með glöðu geði éta þennan hatt. Hún Ásdís Hjálmtýsdóttir systir mín er brauðtertumeistari og hún hringdi í mig eftir keppnina og spurði hvort hún ætti ekki bara að gera svona brauðtertuhatt fyrir mig. Og ég skal með glöðu geði éta þetta ofan í mig og ég hlakka til laugardagsins.“

Palli var snöggur að setja myndskeið af hatta átinu inn á Facebook síðu sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×