Erlent

Þriðjungur stjórnar FIFA í spillingarmálum

Óli Tynes skrifar
Sepp Blatter, forseti FIFA á undir högg að sækja.
Sepp Blatter, forseti FIFA á undir högg að sækja.
Vaxandi þrýstingur er á Alþjóða knattspyrnusambandið um að rannsaka ásakanir um spillingu innan þess. Fyrrverandi formaður breska knattspyrnusambandsins Triesman lávarður bar vitni fyrir íþróttanefnd breska þingsins í gær.

Þar sakaði hann fjóra stjórnarmenn FIFA um að hafa krafist margskonar fyrirgreiðslu fyrir að greiða atkvæði með því að heimsmeistaramótið 2018 yrði haldið í Englandi. Einn stjórnarmanna vildi fá tvær og hálfa milljón sterlingspunda og annar vildi fá lávarðartign. Tveir aðrir stjórnarmenn FIFA hafa verið sakaðir um spillingu og tveim hefur þegar verið vikið úr starfi. Þetta þýðir að þriðjungur stjórnarmanna sambandsins hefur  annaðhvort þegar verið fundinn sekur  um spillingu eða sakaður um hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×