Erlent

Verkfall í Grikklandi

MYND/AP
Tvö stærstu verkalýðsfélög Grikklands hafa boðað til verkfalls í dag sem búist er við að lami landið að miklu leyti. Félögin vilja með þessu mótmæla niðurskurðar- og sparnaðaráformum ríkisstjórnarinnar en landið glímir við mikinn fjárhagsvanda og nýtur aðstoðar Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum við að rétta úr kútnum.

Stjórnin hefur þurft að skera niður til þess að koma til móts við fjárhagsaðstoðina en raunar hafa Grikkir verið gagnrýndir fyrir að ganga ekki nægilega langt í niðurskuðinum. Verkalýðsfélögin eru hinsvegar á öðru máli en aðgerðir ríkisins og kreppan í landinu hafa gert það að verkum að atvinnuleysi mælist nú um fimmtán prósent.

Almenningur er því orðinn langþreyttur á launalækkunum, skerðingum lífeyris og hækkandi sköttum.  Verkfallið þýðir að lágmarksþjónusta verður á spítölum, skólar verða lokaðir og almenningssamgöngur leggast að mestu af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×