Innlent

Vildu ekki vöfflur

Samningamenn Framsýnar,- verkalýðsfélaga í Þingeyjasýslum og verðalýðafélags Þórshafnar, höfnuðu hefðbundnu vöfflukaffi í húsakynnum Ríkissáttasemjara eftir að þeir höfðu undirritað nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins í gærkvöldi.

Á heimasíðu Farmsýnar segir að samningurinn byggi á nýgerðum samningum ASÍ og Samtaka atvinnulífsins, en að samtökin hafi þvertekið fyrir að hækka lágmarkslaun strax í 200 þúsund krónur á mánuði, og því hafi samningamennirnir verið að mótmæla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×