Erlent

Bandaríkjamenn taka upp símaviðvörunarkerfi

Bandaríkjamenn taka á næstunni í notkun nýtt kerfi sem gerir yfirvöldum kleift að senda almenningi smáskilaboð í farsíma til þess að vara þá við bráðri hættu. Kerfið verður fyrst tekið í gagnið í New York og í höfuðborginni Washington.

Þá stendur til að nota kerfið til að koma áríðandi skilaboðum á framfæri frá forseta landsins og einnig má nota það til þess að hjálpa til við leit að týndum börnum. Kerfið nýtir sér GPS staðsetningarbúnað og þannig er hægt að senda skilaboð til fólks á afmörkuðum svæðum.

Hér á landi hafa Almannavarnir einmitt notað GSM skilaboð til þess að koma upplýsingum til fólks, meðal annars þegar eldgosið í Eyjafjallajökli hófst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×