Innlent

„Mín fyrstu viðbrögð eru undrun og vonbrigði"

Fá ekki að fara í verkfall.
Fá ekki að fara í verkfall.

Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Verkalýðsfélagsins Afls á Austurlandi, undrast ákvörðun Félagsdóms sem meinaði fiskvinnslufólki að fara í verkfall. Hún segir kurr í félagsmönnum.

Félagsdómur hefur úrskurðað að boðuð verkföll starfsmanna verkalýðsfélaganna Afls og Drífanda í fiskimjölsverksmiðjum sé ólögmætt.

„Mín fyrstu viðbrögð eru undrun og vonbrigði," segir Hjördís. „Mér skilst að verkföllin hafi verið dæmd ólögmæt á þeim forsendum að ekki hafi verið boðað til formlegs fundar í deilunni. Ég er hissa á því þar sem þrír fundir voru haldnir hjá ríkissáttasemjara. Ég veit ekki hve formlegri samningafundir geta orðið."

Hjördís Þóra er undrandi og vinsvikin.
Það voru samtök atvinnulífsins sem kærðu verkfallsboðun verkalýðsfélaganna Afls á Austurlandi og Drífanda í Vestmannaeyjum. Samtökin sögðu að stéttarfélögin hafi sett fram kröfur um launahækkanir upp á tugi prósenta og að verkfall hefði verulegt tjón í för með sér fyrir samfélagið í heild.

Hjördís segir að með úrskurði félagsdóms hafi eðlilegum rétti fólks verið varpað fyrir róða með lagaflækjum. „Ég kalla þetta bara lagaflækjur að festa sig í svona atriðum," segir hún.

Hjördís segir næstu skref þau að samninganefndin komi saman og meti stöðuna. Spurð um viðbrögð sinna félagsmanna segir hún: „Ég á von á því að það sé kurr í fólki út af þessu."


Tengdar fréttir

Verkfall úrskurðað ólögmætt

Félagsdómur úrskurðaði boðað verkfall starfsmanna í fiskimjölsverksmiðjum, sem átti að hefjast 7. febrúar, ólögmætt í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu. Dómur var fjölskipaður en einn dómari skilaði séráliti.

Deilt um lögmæti verkfalls fiskvinnslufólks

Félagsdómur kemur saman klukkan þrjú í dag og úrskurðar um lögmæti boðaðs verkfalls starfsmanna í fiskimjölsverksmiðjum, sem á að hefjast 7. febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×