Fótbolti

Villas-Boas: Svöruðum gagnrýninni í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andre Villas-Boas og Didier Drogba.
Andre Villas-Boas og Didier Drogba. Nordic Photos / Getty Images
Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, svaraði gagnrýninni í kvöld með því að stýra sínu liði inn í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir sannfærandi 3-0 sigri á spænska liðinu Valencia.

„Þetta eru mjög, mjög góð úrslit og ég er mjög ánægður fyrir hönd leikmannanna," sagði Andre Villas-Boas og gat ekki annað en skotið aðeins á gagnrýnendur sína.

„Og vitið hvað. Við enduðum í efsta sætinu í okkar riðli gegn öllum spám. Leikmennirnir hafa mátt þola mikla gagnrýni að undanförnu og þeir svöruðu fyrir sig í kvöld," sagði Villas-Boas sem tók stóra ákvörðun með því að hafa Frank Lampard á bekknum.

Villas-Boas veðjaði hinsvegar á Didier Drogba sem var maður leiksins með tvö mörk og eina stoðsendingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×