Fótbolti

Dortmund - Marseille í beinni sjónvarpsútsendingu á Vísi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hinn frábæri Mario Götze er í liði Dortmund.
Hinn frábæri Mario Götze er í liði Dortmund. Nordic Photos / Getty Images
Lesendur Vísis eiga von á góðu í kvöld því að viðureign Borussia Dortmund og Marseille í Meistaradeild Evrópu verður sýndur í beinni sjónvarpsútsendingu á vefnum í kvöld.

Leikurinn hefst klukkan 19.45 en í húfi er sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Marseille er í góðri stöðu en liðið er með sjö stig og er í öðru sæti riðilsins. Olympiakos er svo í þriðja sætinu með sex stig og Dortmund neðst með fjögur stig.

Marseille þarf því á sigri að halda til að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitunum í kvöld. Jafntefli eða tap gæti dugað liðinu ef úrslitin í leik Arsenal og Olympiuakos verða þeim frönsku hagstæð.

Dortmund þarf hins vegar að vinna sinn leik með minnst fjögurra marka mun þar sem Marseille vann fyrri leik liðanna, 3-0. Þar að auki verður Dortmund að treysta á hagstæð úrslit úr hinum leik riðilsins og þá helst að Arsenal vinni Olympiakos.

Arsenal er hins vegar öruggt með sigur í riðlinum og hefur því efni á að tapa fyrir Olympiakos í kvöld. Þess ber þó að nefna að leikurinn í kvöld verður 200. leikur Arsenal í Evrópukeppni undir stjórn Arsene Wenger og væri því viðeigandi að halda upp á þann áfanga með sigri.

Hægt verður að finna hlekk á útsendinguna á íþróttavef Vísis skömmu áður en leikurinn hefst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×