Innlent

Mál 12 ára ökumanns tilkynnt til barnaverndar

Barnaverndaryfirvöld hafa málið nú til skoðunar. Myndin er úr safni.
Barnaverndaryfirvöld hafa málið nú til skoðunar. Myndin er úr safni. Mynd/GVA
Hann var ekki hár í loftinu ökumaðurinn sem lögreglan stöðvaði á höfuðborgarsvæðinu um miðjan dag í gær. Sá ók fólksbíl þrátt fyrir að vera aðeins 12 ára en eðli málsins samkvæmt hefur viðkomandi ekki öðlast ökuréttindi.

Þá vakti það ekki síður athygli lögreglu að í framsæti bílsins var einstaklingur á miðjum aldri sem við eftirgrennslan gat framvísað fullgildu ökuskírteini. Farþeganum, sem var allsgáður, var gert að taka við akstrinum en hjá honum var fátt um svör þegar eftir því var leitað.

Málið hefur verið tilkynnt til barnaverndaryfirvalda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×