Erlent

Kristnir og múslimar berast á banaspjót í Kaíró

Meðlimir koptísku kirkjunnar á mótmælafundi.
Meðlimir koptísku kirkjunnar á mótmælafundi.
Þrettán létust í nótt og 90 slösuðust í hörðum átökum á milli kristinna manna í koptísku kirkjunni og múslima í Kaíró höfuðborg Egyptalands að því er fram kemur í Egypska ríkissjónvarpinu. Átökin hófust í gær þegar kristnir mótmæltu því að kveikt hafði verið í kirkju í síðustu viku. Egypski herinn hefur hafið rannsókn á málinu og segir talsmaður hans að hinir ábyrgu verði dregnir fyrir dóm. Síðustu vikur hefur spennan magnast á milli trúarhópanna í landinu en meðlimir koptísku kirkjunnar eru minnihlutahópur í Egyptalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×