Innlent

Háskólinn heldur upp á 100 ára afmæli

Sprengjugengið sívinsæla verður á sínum stað.
Sprengjugengið sívinsæla verður á sínum stað.
Á laugardaginn kemur býður Háskóli Íslands þjóðinni í heimsókn í tilefni af aldarafmæli skólans. Fjölbreytt dagskrá verður á háskólasvæðinu, þar sem í boði verða viðburðir, kynningar og uppákomur sem sýna vísindin í litríku og lifandi ljósi. Þar gefst kjörið tækifæri til að kynnast starfsemi Háskóla Íslands og þjónustu auk þess að skoða rannsóknastofur, tæki og búnað.

Allir geta einnig kynnt sér fjölbreytt námsframboð Háskóla Íslands, bæði grunn- og framhaldsnám, en á fjórða hundrað námsleiðir eru í boði innan skólans. Enginn háskóli á Íslandi býður fjölbreyttari möguleika í háskólanámi.

Dagskráin á laugardag hefst með athöfn á Háskólatorgi klukkan 11, þar sem Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra opnar árlegan kynningardag háskólanna. Fjölbreytt dagská verður í boði. Til dæmis mun sprengjugengið svokallaða sýna sig.

Hér að neðan má sjá fréttatilkynningu frá Háskóla Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×