Innlent

Samkomulag um friðlýsingu á Langasjó og hluta Eldgjár

Á myndinni sjást Langsjór, Fögrufjöll og Skaftá með Vatnajökul í baksýn.
Á myndinni sjást Langsjór, Fögrufjöll og Skaftá með Vatnajökul í baksýn. MYND/Helga Davids

Umhverfisráðuneytið og sveitarstjórn Skaftárhrepps hafa náð samkomulagi um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs innan lögsögu sveitarfélagsins. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að samkvæmt samkomulaginu verði unnið að friðlýsingu á Langasjó, hluta Eldgjár og nágrennis eins og lagt er til í Náttúruverndaráætlun 2009-2013.

„Innan þessa svæðis eru náttúruminjar sem taldar eru hafa mikið gildi á heimsvísu, auk hins háa útivistar, fræðslu og vísindagildis svæðisins," segir ennfremur.

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir samkomulagið tímamótaáfanga í náttúruvernd hér á landi. Langisjór og nágrenni sé einstök náttúruperla sem verði vernduð fyrir komandi kynslóðir samkvæmt þessari ákvörðun. Hún segir mjög ánægjulegt að samkomulag hafi náðst um þetta við sveitarstjórn Skaftárhrepps.

Þá segir að í tengslum við samkomulagið hafi sveitarstjórn Skaftárhepps unnið að endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar þann 14. febrúar þar sem umrædd stækkun þjóðgarðsins kemur meðal annars fram. „Skaftárhreppur og umhverfisráðuneytið hafa jafnframt gert með sér samkomulag um stýrihóp vegna aðgerða gegn gróður- og landeyðingu á áhrifasvæði Skaftár. Mun hópurinn hefja störf nú í vor til að vinna að brýnum viðfangsefnum á Skaftársvæðinu í samstarfi við hlutaðeigandi aðila."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×