Innlent

Gosið í Eyjafjallajökli valið gos ársins

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Gosið í Eyjafjallajökli hefur verið valið eldgos ársins 2010 af Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna, að því er fram kemur í frétt á vef Discovery. Í greininni kemur fram að 64 eldfjöll í heiminum hafi verið virk á síðasta ári . Sum eldfjallanna hafi gosið í margar aldir. En víða annarsstaðar kom eldgosið algjörlega á óvart.

Í greininni er rifjað upp að gosið í Eyjafjallajökli hafi valdið gríðarlegum röskunum á flugsamgöngum, einkum yfir Atlantshafið. Lokun flugleiðanna hafi verið forvarnaraðgerðir en ekki sé enn vitað með vissu hvort lokunin hafi verið nauðsynleg.

Helstu gos síðasta árs.

1. Eyjafjallajökull, Íslandi

2. Mount Merapi, Indónesíu

3. Tungurahua, Ekvador

4. Pacaya, Gvatemala

5. Kliuchevskoi, Kamsjatka, Rússlandi

6. Sheveluch, Kamsjatka, Rússlandi

7. Santiaguito, Gvatemala

8. Mount Sinabung, Indónesíu

9. Kizimen, Kamsjatka, Rússlandi

10. Cleveland, Alaska

Með þessari frétt getur þú séð myndskeið frá Eyjafjallajökli sem myndatökumenn og klippari fréttastofu Stöðvar 2 unnu að. Einnig má sjá ljósmyndir sem ljósmyndarar Fréttablaðsins tóku.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×