Innlent

Tekjuviðmið vegna afsláttar á fráveitugjöldum

Reykjavíkurborg hefur birt við hvaða tekjur er miðað vegna afsláttar á fráveitugjöldum tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega. Eitt af skilyrðum þess að geta nýtt afsláttinn er að viðkomandi eigi lögheimili í eigninni og sé þinglýstur eigandi hennar.

Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag hefur borgarráð samþykkt að veita þennan afslátt og hefur fjármálaskrifstofa borgarinnar þegar hafið vinnu við að koma samþykktinni í framkvæmd.

Meðfylgjandi eru upplýsingar um tekjuviðmið vegna afsláttar á fasteignasköttum og fráveitugjöldum tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega .:

100% lækkun

Einstaklingar með tekjur allt að kr. 2.460.000

Hjón með tekjur allt að kr. 3.440.000

80% lækkun

Einstaklingar með tekjur á bilinu kr. 2.460.000 til kr. 2.830.000

Hjón með tekjur á bilinu kr. 3.440.000 til kr. 3.840.000

50% lækkun

Einstaklingar með tekjur á bilinu kr. 2.830.000 til kr. 3.290.000

Hjón með tekjur á bilinu kr. 3.840.000 til kr. 4.580.000

Skilyrði til lækkunar eru að:

- Viðkomandi sé elli- eða örorkulífeyrisþegi

- Viðkomandi eigi lögheimili í eigninni

- Viðkomandi sé þinglýstur eigandi að eigninni

- Viðkomandi geti átt rétt á vaxtabótum vegna hennar skv. B-lið 68. gr. laga nr. 90/2003 um tekju- og eignaskatt.

- Einungis er veitt lækkun vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×