Íslenski boltinn

Hilmar Rafn samdi við Val

Hilmar í Valsbúningnum.
Hilmar í Valsbúningnum. mynd/heimasíða Vals
Haukamaðurinn Hilmar Rafn Emilsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Pepsi-deildarlið Vals.

Hilmar Rafn getur spilað bæði sem miðju- og sóknarmaður. Hann skoraði 42 mörk í 117 leikjum fyrir Hauka.

Hilmar, sem er 25 ára, var að renna út á samningi hjá Haukum og kemur því til Vals án greiðslu.

Valsmenn hafa því fengið tvo nýja leikmenn á skömmum tíma en Hafsteinn Briem kom frá HK á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×