Erlent

Eldfjallið þekkt úr Bondsmelli

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eldfjallið Kirishna í Japan, sem byrjaði að gjósa í gærkvöldi, er þekkt úr myndinni You Only Live Twice sem er úr myndaröðinni um breska leyniþjónustumanninn James Bond. Eins og fram kom á Vísi í dag er gosið sem hófst í gær sennilega stærsta eldgosið í fjallagarðinum, sem Kirishna tilheyrir, síðan árið 1959.

Á fréttavef Daily Telegraph kemur fram að aska og grjót hafi fallið yfir stórt svæði á suðurhluta Japans á fimmtudag og valdið því að níu fjölskyldur sem búa við rætur eldfjallsins þurftu að yfirgefa heimili sín. Eftir að gosið hófst gáfu flugumferðayfirvöld í Japan út viðvörun vegna öskumengunar sem stafar frá fjallinu.



Smelltu hér til að sjá fjallið í James Bond myndinni.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×