Erlent

Fleiri auglýsingar á Facebook

Margir notendur Facebook hafa lýst yfir vonbrigðum sínum vegna áforma samskiptasíðunnar.
Margir notendur Facebook hafa lýst yfir vonbrigðum sínum vegna áforma samskiptasíðunnar. mynd/AFP
Samskiptasíðan Facebook mun nú birta fleiri auglýsingar. Þessi nýja breyting mun birta auglýsingar í uppfærsluglugga síðunnar.

Í tilkynningu frá Facebook kemur fram að nýja þjónustan sé kölluð „Sponsored Stories". Breytingin fellst í því að auglýsingar munu fljóta á meðal uppfærslna í glugganum efst til hægri.

Auglýsingarnar birtast þegar vinir hafa líkað við Facebook-síðu fyrirtækja sem greitt hafa fyrir þjónustuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×