Innlent

Já Ísland: Fimm Evrópusamtök sameina krafta sína

Jón Steindór Valdimarsson, formaður Sterkara Íslands, vrópusambandið ekki styrkja þetta verkefni fjárhagslega heldur séu allir sammála um að efla þurfi umræðuna um Evrópumál.
Jón Steindór Valdimarsson, formaður Sterkara Íslands, vrópusambandið ekki styrkja þetta verkefni fjárhagslega heldur séu allir sammála um að efla þurfi umræðuna um Evrópumál.

Evrópusamtökin, Evrópuvakt Samfylkingarinnar, Sjálfstæðir Evrópumenn, Sterkara ÍSland og Ungir Evrópusinnar hafa ákveðið að sameina krafta sína undir merkinu JÁ Ísland. Markmiðið er að efla vandaða og yfirvegaða umræðu um Evrópusambandið og aðild Íslands að því.

Þessi fimm samtök hafa ekki sameinast í ein samtök því öll hafa þau ólíka nálgun og sjónarmið gagnvart Evrópusambandinu. Þau eru hins vegar öll sammála um að þörf er á málefnalegri og upplýstri umræðu um ESB og aðild Íslands að því. Með það að leiðarljósi ætla þau að sameina krafta sína undir merkinu Já Ísland.

Jón Steindór Valdimarsson, formaður Sterkara Íslands, segir að fulltrúar allra samtaka verði meira áberandi í umræðunni á næstu vikum og mánuðum.

Jón segir Evrópusambandið ekki styrkja þetta verkefni fjárhagslega heldur séu allir sammála um að efla þurfi umræðuna um Evrópumál.

Samtökin fimm hafa boðað til blaðamannafundar í Þjóðmenningarhúsinu nú í hádeginu þar sem hugmyndir þeirra verða kynntar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×