Innlent

Neita sök í skotárásarmáli

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skotið var á hurð í Ásgarði á aðfangadag.
Skotið var á hurð í Ásgarði á aðfangadag.
Fjórir karlmenn sem hafa verið ákærðir fyrir að hafa skotið á íbúðarhúsnæði við Ásgarð í Bústaðarhverfi á aðfangadagsmorgun neita allir sök. Ákæran gegn þeim var þingfesti í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Einn mannanna er jafnframt ákærður fyrir vopnað rán í 10/11 fyrir í ágúst 2009 ásamt tveimur öðrum karlmönnum sem ekki komu að Ásgarðsárásinni. Hann er jafnframt ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni, en hann veittist að lögregluþjóni við handtöku á aðfangadag.

Í ákærunni eru tveir mannanna sakaðir um að hafa skotið einu skoti hvor á útidyrahurðina, einn þeirra fylgdist með mannaferðum í nágrenninu á meðan skotunum var hleypt af og varaði hina mennina við því að lögregla væri á leið á vettvang þegar hann sá til hennar. Ákærðu flúðu eftir að þeir urðu lögreglu varir. Í ákærunni segir að mennirnir hafi stofnað lífi og heilsu íbúa hússins í augljósan háska en íbúarnir náðu að flýja af vettvangi áður en ákærðu hleyptu af byssunni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×