Erlent

Ætlar að klifra utan á hæsta mannvirki í heimi

Alain Robert er hugrakkur
Alain Robert er hugrakkur Mynd/AFP
Hann er búinn að klifra utan á Effeil turninum í París og á Óperuhúsinu í Sydney en næsta verkefni mun vera hæsta mannvirki í heimi, Burj Khalifa turninn í Dúbaí.

Hinn fjörutíu og átta ára gamli franski köngulóarmaður Alain Robert ætlar á morgun að klifra upp hæstu byggingu heims, sem er 828 metrar á hæð. Hann hefur klifrað á fleiri en hundrað byggingum um ævina.

Hann mun einungis vera fastur í ól þegar hann klifrar upp turninn á morgun en hann hefur yfirleitt verið með meiri öryggisbúnað.

Hann er spenntur fyrir uppátækinu. „Það sem ég óttast kannski mest er hvað er heitt í Dúbaí, en hitinn getur farið upp í 40 gráður,“ segir Robert.

„Minn helsti ótti er að eyða tíma mínum á jörðinni í einhverja vitleysu. Fyrir mér, er klifur jafn mikilvægt og að borða og anda. Að klifra á svona stórum byggingum er ástríða mína,“ segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×