Erlent

Tíu milljón sinnum meiri geislavirkni en við eðlilegar aðstæður

Frá Fukushima. Mynd AFP
Frá Fukushima. Mynd AFP
Geislavirkni í vatni í kjarnakljúfi tvö í kjarnorkuverinu í Fukushima í Japan er nú tíu milljónum sinnum meiri en við eðilegar aðstæður og hafa starfsmenn sem unnið hafa að kælingu kljúfsins nú verið sendir heim og svæðið í kringum kljúfinn verið rýmt.

Geislavirkni í sjó nálægt kjarnorkuverinu er nú tæplega nítján hundruð sinnum meira en við eðlilegar aðstæður, segja fulltrúar Kjarnorkustofnunar Japans. S

érfræðingar á vegum Sameinuðu Þjóðanna fullyrða að hættuástandið í Fukushima gæti varað mánuðum saman.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×