Innlent

Miðar í Herjólf rjúka út

Þeir sem voru búnir að hugsa sér að ferðast til Vestamannaeyja með Herjólfi yfir Þjóðhátíð verða að hafa harðar hendur því miðarnir rjúka út.
Þeir sem voru búnir að hugsa sér að ferðast til Vestamannaeyja með Herjólfi yfir Þjóðhátíð verða að hafa harðar hendur því miðarnir rjúka út.
Miðsala á sumarferðum Herjólf hófst í byrjun vikunnnar og hefur sölulínan verið rauðglóandi síðan. Íslendingar sem ætla sér að fara á Þjóðhátíð næsta sumar eru greinilega með vaðið fyrir neðan sig en uppselt er að verða í allar ferðir skipsins í kringum þessa mestu ferðahelgi ársins, fjóra mánuði fram í tímann. Þegar er búið að selja upp í allar ferðir skipsins til Eyja dagana 28. og 29. júlí, sem og frá Eyjum mánudaginn 1/8.

„Þetta er í fyrsta sinn sem við hjá Landeyjaröfn erum að sjá um þetta og eru miðarnir að renna út á methraða. Það er mikið að gerast í Eyjum í sumar en Þjóðhátíðin er lang vinsælust og greinilegt að fólk ætlar að tryggja sér miða tímanlega," segir Elísabet Rut Sigmarsdóttir, sölufulltrúi hjá Landeyjahöfn. Miði aðra leiðina fyrir einn kostar 1000 krónur og gert er ráð fyrir að Herjólfur sigli frá Landeyjahöfn í sumar. „Ef fólk ætlar sér að ferðast með Herjólfi á Þjóðhátíð í Eyjum mæli ég með því það hafi hraðann á."

Ásgeir Örn Þorsteinsson, markaðs-og sölustjóri hjá flugélaginu Erni, sem sér um allt áætlunarflug til Eyja segist einnig vera byrjaður að finna fyrir mikilli eftirspurn á flugi til Eyja á Þjóðhátíð. „Það er mikill áhugi og við hefjum sölu í hin svokölluðu þjóðhátíðarflug um helgina. Við stefnum á að vera með eins konar loftbrú milli lands og Eyja þessa helstu daga og látum framboð mæta eftirspurn." - áp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×