Erlent

Fann pýramída með aðstoð gervihnattar

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.
Vísindamenn hafa fundið yfir þúund grafir og 3000 þúsund heimili Egypta til forna. Allt þetta fundu þeir með aðstoð gervihnattar. Þá hafa 17 pýramídar einnig fundist.

Það er byggingastíl Egypta að þakka að það er hægt að sjá ævaforn mannvirki úr lofti. Heimili þeirra og grafir eru samansettar úr dökkum múrsteinum sem gerir það að verkum að hárnákvæmur gervihnöttur getur séð mannvirkin.

Þannig hefur bandaríska vísindakonan Sarah Parcak náð meiri árangri á nokkrum mánuðum en flestir fornleifafræðingar ná á allri sinni ævi samkvæmt fréttastofu breska ríkisútvarpsins. Hún notast við gervihnött sem býr yfir ótrúlegri nákvæmni.

Elsta byggingin sem hún hefur fundið er þrjú þúsund ára gömul. Því er ljóst að þeir tímar sem fornleifafræðingar eyddu í eyðimörkum vopnaðir skóflum og burstum, er liðinn.

Sjálf vonast Sara til þess að þessi nýja leið til þess að finna fornleifar eigi eftir að laða fleiri í fornleifafræðinámið. Hún segir aðferðir eins, og almenningur þekkir reyndar best úr Indiana Jones kvikmyndunum, úreltar. Því miður bætir Sara við að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×