Erlent

Lagarde vill verða framkvæmdastjóri AGS

Fjármálaráðherra Frakklands, Christine Lagarde, hefur tilkynnt formlega að hún ætli að gefa kost á sér sem framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Hún sagði í dag að hún hefði ráðfært sig við Nicolas Sarkozy, forseta Frakkalands um málið.

Lagarde hefur stuðning Frakka, Breta og Þjóðverja í forstjórasætið. Hinsvegar hefur fjöldi landa utan Evrópusambandsins sagt að tími sé kominn til að annar en Evrópubúi taki við forstjórasætinu.

Það var Dominique Strauss-Kahn sem gegndi embættinu áður en hann ákærður fyrir tilraun til nauðgunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×