Erlent

Króatar fá aðildardagsetningu í apríl

Viktor Orban, forsætis­ráðherra Ungverjalands, segir að í apríl fái Króatar væntan­lega að vita hvenær þeir geta gengið í Evrópusambandið.

Króatar hófu aðildarviðræður við Evrópusambandið árið 2005 og vonast til að fá aðild á næsta ári.

Orban segir að viðræðum ætti að ljúka í mars og dagsetning að liggja fyrir í apríl.

Ungverjar fara sem stendur með formennsku í framkvæmdastjórn ESB.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×