Innlent

Aurora styrkir sviðslistir um 10 milljónir

Úthlutunarnefnd Auroru.
Úthlutunarnefnd Auroru.

Velgerðarsjóðurinn Aurora, sem stofnsettur var árið 2007 af hjónunum Ólafi Ólafssyni fyrrum stjórnarformanni Samskipa og Ingibjörgu Kristjánsdóttur, hyggst úthluta 10 milljónum kr. til sviðlistaverkefna á Íslandi.

Úthlutunarnefndina skipa Viðar Eggertsson, Ingibjörg Þórisdóttir og Auður Einarsdóttir. Opið er fyrir umsóknir á vef sjóðsins.

Einnig var í dag tilkynnt um 3 milljóna kr. styrk Auroru-sjóðsins til rústabjörgunarsveitarinar Ársæls og sömu upphæðar sem rennur til Listasafns Íslands vegna fyrirhugaðrar sýningar safnsins á verkum Louise Bourgeois.

Þá styrkti sjóðurinn Unicef um 40 milljónir vegna menntaverkefnis í Síerraleóne, Kraum tónlistarsjóðinn um 20 milljónir og hönnunarsjóð Aurora um 20 milljónir. Velgerðarsjóðurinn úthlutaði því samtals 102 milljónum í dag.

Fyrsta úthlutun sjóðsins var í janúar 2008 en þá var 100 milljónum úthlutað til ýmissa verkefna hér heima og erlendis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×