Fótbolti

Wenger: Dómarinn hefur örugglega aldrei spilað fótbolta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Wenger rífst hér við Busacca dómara í kvöld.
Wenger rífst hér við Busacca dómara í kvöld.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að sitt lið hefði farið áfram í Meistaradeildinni ef Massimo Busacca hefði ekki rekið Robin Van Persie af velli í leiknum gegn Barcelona í kvöld.

"Við stóðum okkur vel gegn pressunni þeirra í fyrri hálfleik og það hefði verið áhugavert að fylgjast með síðari hálfleik ef það hefði verið jafnt í liðum," sagði Wenger eftir tapið í kvöld en hvað fannst honum um rauða spjaldið sem Van Persie fékk?

"Þessi dómur var rangur. Að gefa þetta rauða spjald í svona mikilvægum leik, með alla þessa áhorfendur, þá getur ekki verið að dómarinn hafi nokkurn tímann spilað fótbolta um ævina," sagði Wenger svekktur en fékk hann útskýringar frá dómaranum?

"Nei. Ég reyndi að útskýra þetta fyrir honum maður á mann en það er ekki mikið meira um það að segja.

"Það verður líka að segjast að við vorum slegnir út af stórkostlegu liði. Barcelona er besta lið Evrópu. Engu að síður er ég sannfærður um að við hefðum komist áfram ef það hefði verið jafnt í liðum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×