Erlent

Leiðtogi Hells Angels í Noregi handtekinn

Leif Ivar Kristiansen var handtekinn í miðborg Osló í dag
Leif Ivar Kristiansen var handtekinn í miðborg Osló í dag
Leiðtogi Hells Angels í Noregi, Leif Ivar Kristiansen, var handtekinn í miðborg Osló í dag í umfangsmiklum aðgerðum norsku lögreglunnar.

Norska blaðið Aftenposten segir að lögreglan hafi að undanförnu rannsakað Leif Ivar og beindust aðgerðirnar í dag meðal annars að ýmsum fyrirtækjum í Þrándheimi, Lillehammer og Tromsø, sem hann tengist. Blaðið segir að Leif Ivar verði ákærður fyrir fíkniefnasölu, líkamsárásir og hótanir.

Leif Ivar kom til Ísland, ásamt lögmanni sínum, þann 8. febrúar á síðasta ári en var þá handtekinn og sat í gæsluvarðhaldi þar til honum var vísað úr landi daginn eftir. Leif Ivar kærði ákvörðunina til dóms- og mannréttindaráðuneytisins. Lögmaður hans sagði í samtali við Vísi í fyrra að honum væri brugðið við handtökuna enda væri hún tilefnislaus, Leif Ivar hafi aldrei brotið lög á Íslandi þótt hann sé á sakaskrá í Noregi.

Íslenski vélhjólaklúbburinn MC Iceland fékk inngöngu í Hells Angels um helgina og heita nú Hells Angels MC Iceland. Meðlimir klúbbsins ætluðu að heimsækja norska félaga sína í klúbbnum í Noregi um helgina en var meinuð innganga inn í landið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×