Erlent

Átján féllu í bardaga í Mexíkó

Að minnsta kosti átján féllu í byssubardögum á milli eiturlyfjagengja í norðausturhluta Mexíkó í nótt að því er lögreglan segir. Fregnir hafa borist af því að í bænum Abasolo hafi byssumenn keyrt um á jeppum og skotið á hvern annan í gríð og erg. Ríkið Tamálípas hefur verið miðpunktur uppgjörs tveggja stórra klíka í landinu, Zetanna og „Flóabandalagsins“, sem berjast um yfirráðin yfir smyglleiðum til Bandaríkjanna. Í bænum Abasolo hefur vald þeirra verið svo mikið að lögreglustjóra hefur vantað í bæinn um margra mánaða skeið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×