Fengu milljarða út á hús sem aldrei risu 10. janúar 2011 06:00 Lóð við Þorrasali í Kópavogi var metin á rúmar 230 milljónir króna í efnahagsreikningi byggingafélagsins Innova árið 2007. Enn er í dag er ekkert á lóðinni fyrir utan rafmagnskassa úti í götu. Fréttablaðið/vilhelm VBS fjárfestingarbanki lánaði fyrirtæki Engilberts Runólfssonar milljarða króna til ýmissa fasteignaverkefna með veði í fasteignum sem aldrei risu. Lánveitingar VBS fjárfestingarbanka til fasteignaverkefna námu alls 20 milljörðum króna sem jafngildir um 76 prósentum af heildarútlánum bankans. Meðal stórtækustu viðskiptavina bankans í þessum verkefnum var fyrirtækið Innova, eitt af umsvifamestu byggingarfélögum landsins árið 2007. Forstjóri Innova var Engilbert Runólfsson sem hefur meðal annars afplánað dóma fyrir skjalafals, fíkniefnabrot og fjársvik. Fram hefur komið að Engilbert var einn eigenda að félaginu Ferjuholti ehf. sem fékk lán hjá VBS fjárfestingarbanka til kaupa á tæplega 200 hektara spildu í landi Laugardæla norðan Selfoss árið 2007. Nú hefur komið á daginn að verkefnin sem fyrirtæki tengd Engilbert komu að voru mun fleiri. Í ársreikningi Innova nam heildarvirði verka í vinnslu tæpum 11,6 milljörðum króna. Engin mannvirki eru á lóðum sem félagið mat á 5,8 milljarða króna. Þá voru þrjár fjölbýlishúsalóðir metnar á rúmar 530 milljónir króna en fasteignamat þeirra nemur í dag um 100 milljónum króna. VBS fjárfestingarbanki tók virkan þátt í fjárfestingum með félaginu en afskrifaði sjö milljarða króna vegna tapaðra útlána árið 2009. Bankinn fór í þrot í fyrra. „Þeir [VBS] voru alltaf með Fjármálaeftirlitið á bakinu á þessum tíma og redduðu sér með svona gjörningum. En verð á þessum tíma var svona. Menn voru að borga fimmtán milljónir fyrir lóðir undir íbúðir í fjölbýli á þessum tíma. Þetta var orðið algjört brjálæði," segir Engilbert.- jab Tengdar fréttir Segir VBS hafa stundað talnaleiki Innova varð á meðal fimm umsvifamestu fyrirtækja í byggingageiranum að undangengnum samruna Stafna á milli við tvö önnur verktakafyrirtæki. Starfsmenn voru rúmlega tvö hundruð og veltan í kringum sjö milljarðar króna. Forstjóri fyrirtækisins var Engilbert Runólfsson. Hann sat inni fyrir aðild að fíkniefnainnflutningi fyrir fimmtán árum en varð stórtækur á fasteignamarkaði eftir aldamótin. 10. janúar 2011 06:30 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
VBS fjárfestingarbanki lánaði fyrirtæki Engilberts Runólfssonar milljarða króna til ýmissa fasteignaverkefna með veði í fasteignum sem aldrei risu. Lánveitingar VBS fjárfestingarbanka til fasteignaverkefna námu alls 20 milljörðum króna sem jafngildir um 76 prósentum af heildarútlánum bankans. Meðal stórtækustu viðskiptavina bankans í þessum verkefnum var fyrirtækið Innova, eitt af umsvifamestu byggingarfélögum landsins árið 2007. Forstjóri Innova var Engilbert Runólfsson sem hefur meðal annars afplánað dóma fyrir skjalafals, fíkniefnabrot og fjársvik. Fram hefur komið að Engilbert var einn eigenda að félaginu Ferjuholti ehf. sem fékk lán hjá VBS fjárfestingarbanka til kaupa á tæplega 200 hektara spildu í landi Laugardæla norðan Selfoss árið 2007. Nú hefur komið á daginn að verkefnin sem fyrirtæki tengd Engilbert komu að voru mun fleiri. Í ársreikningi Innova nam heildarvirði verka í vinnslu tæpum 11,6 milljörðum króna. Engin mannvirki eru á lóðum sem félagið mat á 5,8 milljarða króna. Þá voru þrjár fjölbýlishúsalóðir metnar á rúmar 530 milljónir króna en fasteignamat þeirra nemur í dag um 100 milljónum króna. VBS fjárfestingarbanki tók virkan þátt í fjárfestingum með félaginu en afskrifaði sjö milljarða króna vegna tapaðra útlána árið 2009. Bankinn fór í þrot í fyrra. „Þeir [VBS] voru alltaf með Fjármálaeftirlitið á bakinu á þessum tíma og redduðu sér með svona gjörningum. En verð á þessum tíma var svona. Menn voru að borga fimmtán milljónir fyrir lóðir undir íbúðir í fjölbýli á þessum tíma. Þetta var orðið algjört brjálæði," segir Engilbert.- jab
Tengdar fréttir Segir VBS hafa stundað talnaleiki Innova varð á meðal fimm umsvifamestu fyrirtækja í byggingageiranum að undangengnum samruna Stafna á milli við tvö önnur verktakafyrirtæki. Starfsmenn voru rúmlega tvö hundruð og veltan í kringum sjö milljarðar króna. Forstjóri fyrirtækisins var Engilbert Runólfsson. Hann sat inni fyrir aðild að fíkniefnainnflutningi fyrir fimmtán árum en varð stórtækur á fasteignamarkaði eftir aldamótin. 10. janúar 2011 06:30 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Segir VBS hafa stundað talnaleiki Innova varð á meðal fimm umsvifamestu fyrirtækja í byggingageiranum að undangengnum samruna Stafna á milli við tvö önnur verktakafyrirtæki. Starfsmenn voru rúmlega tvö hundruð og veltan í kringum sjö milljarðar króna. Forstjóri fyrirtækisins var Engilbert Runólfsson. Hann sat inni fyrir aðild að fíkniefnainnflutningi fyrir fimmtán árum en varð stórtækur á fasteignamarkaði eftir aldamótin. 10. janúar 2011 06:30