Innlent

Nýsköpunarfyrirtæki fengu 440 milljónir

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon
Alls 53 lögaðilar fengu samtals 440,9 milljónir króna endurgreiddar frá ríkinu vegna rannsóknar- og þróunarstarfs á árinu 2010.

Þetta eru fyrstu fyrirtækin sem notið hafa góðs af skattaafslætti sem bundinn var í lög hinn 1. janúar á síðasta ári og er ætlað að styðja við starf nýsköpunarfyrirtækja.

Þetta kemur fram í aðsendri grein frá Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra sem birtist í Fréttablaðinu í dag.

Um 40 prósent endurgreiddrar upphæðar fóru til hugbúnaðarfyrirtækja en einnig fengu fyrirtæki á ýmsum öðrum sviðum endurgreiðslu. Flest fyrirtækin voru í Reykjavík, þrettán voru í skattumdæmi Reykjaness og eitt fyrirtæki var á Vestfjörðum.

- mþl /




Fleiri fréttir

Sjá meira


×