Innlent

Dómur í máli níumenninganna á morgun

Frá aðalmeðferðinni sem fór fram í síðasta mánuði.
Frá aðalmeðferðinni sem fór fram í síðasta mánuði.
Héraðsdómur Reykjavíkur mun kveða upp dóm í máli ákæruvaldsins gegn níumenningunum, sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi, á morgun. Níumenningarnir eru sem kunnugt er ákærðir fyrir árás á Alþingi í desember 2008.

Þriggja daga aðalmeðferð í málinu fór fram í janúar. Fari svo að níumenningarnir verði sakfelldir fyrir árás gegn Alþingi gætu þeir átt von á fangelsi allt frá einu ári og upp í ævilangt fangelsi.

Dómurinn verður kveðinn upp kl. 8:30 í fyrramálið.


Tengdar fréttir

Níumenningar: spennuþrunginn dagur í héraðsdómi

Það var hart tekist á í héraðsdómi Reykjavíkur í dag á fyrsta réttarhaldanna yfir níumenningunum svokölluðu. Lögreglan var með viðbúnað í grennd við héraðsdóm en þrátt fyrir snörp orðaskipti í dómssal voru engin ólæti fyrir utan. Fréttamaður Vísis fylgdist með réttarhöldunum í allan dag.

Níumenningarnir: "Ég er líka sekur um glæp"

Skýrslutökum í máli ákæruvaldsins gegn níumenningunum lauk um klukkan tvö. Verjendur leiddu fyrir dóminn þrjú vitni sem öll áttu það sammerkt með sakborningunum að hafa tekið þátt í hinni meintu árás á Alþingi. Sjúkraliðinn og mótmælandinn Lárus Páll Birgisson bað dóminn um að ákæra sig líka. Ef glæpur hafi verið framinn væri hann líka sekur.

Aðalmeðferð í máli níumenningana hafin að nýju

Réttarhöldin yfir níumenningunum hófust aftur nú laust eftir klukkan níu. Í gær báru sakborningar og þingverðir vitni en í dag mun rétturinn hlýða á vitnisburð lögreglumanna og þingmanna. Dómsalur 101 í héraðsdómi er þéttskipaður.

Einn níumenninganna ákærður fyrir að hrækja á lögregluþjón

Sunneva Ása Weisshappel hefur verið ákærð fyrir að hafa óhlýðnast fyrirmælum lögreglumanna og hindra þá í að sinna skyldustörfum sínum þegar þeir hugðust ræða við vin hennar, Snorra Pál Jónsson, á Laugavegi í maí 2009.

Mótmæli í París til stuðnings níumenningunum

Mótmælendur sýndu níumenningunum svokölluðu stuðning fyrir utan íslenska sendiráðið í París í dag. Samkvæmt stuðningssíðu níumenninganna, var stórum borða komið fyrir við inngang sendiráðsins. Á honum stóð: „Pólitískar ofsóknir á Íslandi – Samstaða með nímenningunum! (Reykjavík Nine).“

Níumenningarnir: Þingvörður segir Alþingi hafa verið í hættu

Aðalmeðferð yfir níumenningunum hófst aftur eftir hádegishlé nú rétt eftir klukkan eitt. Fyrir dóminn mætti þingvörður sem sagði að Alþingi hefði verið í raunverulegri hættu þegar fólkið gerði tilraun til að komast á þingpallana.

Vitnaleiðslum yfir níumenningunum lokið

Sakborningurinn Andri Leó Lemarqui neitaði því að hafa bitið lögreglumann í höndina og lögreglukonu í hálsinn en játaði því að hafa "glefsað" til lögreglumannsins. Hann sagðist hafa verið gripið ofsahræðslu sem hann rakti til þekkingu sinnar á læknisfræði. Vitnaleiðslum yfir níumenningunum er lokið og hlé hefur verið gert á þinghaldi fram yfir hádegi.

Níumenningar: Össur ber vitni fyrir dómi

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra segist hafa heyrt meiri læti í dómsal en þegar níumenningarnir, ásamt um 30 öðrum, þustu inn í Alþingi þann 8. desember 2008. Össur bar vitni í dag ásamt Einari K. Guðfinnssyni.

Mæður sakborninga með ilmolíur í dómsal

Mikil notkun á ilmolíum hjá áhorfendum á réttarhöldunum yfir níumenningunum hefur vakið athygli. Stundum liggur við að sígi á mann höfgi þegar salurinn fyllist ilmi jurta og lárviðarlaufa. Að sögn mæðra sakborningana vilja þær bæta andrúmsloftið í dómsal.

Níumenningarnir fyrir dóm: Þriggja daga réttarhöld

Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn níumenningunum svokölluðu sem ákærð eru fyrir árás á Alþingi hefst í Héraðsdómur Reykjavíkur á morgun. Gert er ráð fyrir að aðalmeðferðin muni standa yfir í þrjá daga.

Níumenningar - „Málatilbúnaðurinn byggður á lofti"

„Þetta voru bara mótmæli sem fóru úr böndunum," segir Tryggvi Agnarsson, verjandi tveggja af níumenningunum. Hann segir það fjarstæðu að saka níumenningana um árás á Alþingi. Málatilbúnaðurinn sé byggður á lofti.

Réttarhöldum yfir níumenningunum lokið

Ákæra ríkissaksóknara á hendur níumenningunum var harðlega gagnrýnd af verjendum níumenningana í dag. Verjendurnir fjórir fóru allir fram á sýknu skjólstæðinga sinna.

Flögguðu til stuðnings níumenningum í miðborg New York

Aðgerðarsinnar í New York flögguðu til stuðnings níumenningunum í miðborg New York í vikunni. Í pósti frá hópnum segjast þau hafa safnast saman við skrifstofu íslenska konsúlsins í borginni og sungið.

Saksóknari líkti níumenningum við pólskt glæpagengi

Lára V. Júlíusdóttur, settur ríkissaksóknari, segir að árás níumenningana hafa verið fyrirframskipulögð og öryggi Alþingis hafri verið stefnt í hættu. Hún vísaði í Keilufellsmálið, þar sem hópur Pólverja réðust vopnaðir hnífum, sleggjum og hömrum inn í hús og misþyrmdu húsráðendum, máli sínu til stuðnings.

Níumenningarnir - aðalmeðferð hafin

Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn níumenningunum svokölluðu sem ákærð eru fyrir árás á Alþingi hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 9.15. Gert er ráð fyrir að aðalmeðferðin muni standa yfir í þrjá daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×