Erlent

Lestarræningi á milli heims og helju

Einn frægasti ræningi síðari tíma, Ronnie Biggs, sem tók þátt í lestarráninu mikla á Englandi árið 1963 var fluttur á sjúkrahús í nótt eftir að hafa fengið slag. Óljóst er um líðan hans en hann er sagður á gjörgæslu. Sjúkraliðar voru kallaðir að elliheimilinu þar sem Biggs dvelur nú um stundir en hann snéri aftur til Bretlands árið 2001 eftir að hafa verið á flótta í fjörutíu ár. Lengst af lifði hann í vellystingum í Brasilíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×